Carpe Noctem (ISL) : Carpe Noctem

Black Metal / Iceland
(2009 - Self-Released / Vánagandr)
Zobacz więcej

Teksty


1. VARGSFAEOING

Á kúptum hæðum
Standa steinaltari
Pau rísa mót stjörnunum

Plánetur raðast
Stundin upp runnin
Hún bíður þín

Fordæðuskapur
Sá svarti seiður
Kveðinn úr forneskju

Samgrónar huga okkar
Martraðir veruleikans
Lát hliðið opnast

Myrkradróttinn!
Púsundeygða forneskja!
Rís úr djúpi drauma þinna!
Rís frá sjávarsvefni!

Hliðið, lykillinn og vegurinn

Hún leggst
Steinaltarið opnast
Svart sæði
Mengar óspillta jörð

Hulin andlit
Annars heims
Blómstra í þokunni

Öskrandi illgresi
Tenntir fálmarar
Myrka plánetan rís

Dregin úr draumdýpi
A beinhvítar strendur
Klakin úr fölri mánaskurn
Martraðir djúpsins
Hugarfóstur, vargur í mannsmynd
I kviði hennar
Blóðug systkini mín
Heyr kall mitt!

Leynist handan
Við heimsins mynd
Allt sem er; eitt er allt
Myrk opinberun
Gleypir huga minn
Við dreymum heiminn á ný

Við köllum!

Hliðið, lykillinn og vegurinn
Hugur þinn minn
Hold þitt er mitt!


2. JOTUNBORINN

Heyrið og hlustið
Pví tekið hef ég mannshjartað
Til hvers
Er sá sláttur?

Lífsins óður
Sem sóað er á vanvita
Ykkar
Huldi máttur

Vaknið!

Ykkur var ei gefin
Ond úr engu
Aurgelmis sála var
Ykkar andi

Sól er í úlfakreppu
Auga mitt á himni upp lokið
Rísta skal svartrúnir sjö
A níðstöng Ásgarðs

Við rístum þær á!
Og völdum Fenrisfesti
Að slitna!

Ginnsvikul goð ykkur
Gera að krjúpa
Blekkingar Bölverks loks
Burtu víkja!

Sól tér sortna
Sekkur fold í mar
Rök ragna
Er lausn manna

Jörð byggð úr Ýmis holdi
Fólkslíf úr jötunsönd
Miðgarður verk násmiða
Ha!

Jötunbornar eru ættir manna.
Frelsunin
Frá kúgun guða og kvöl sálar
Er hugsunin

Hvað er með mönnum?
Hvað er með þursum?
Er munur þar á?

Ása er lævi og lygar
Jötna er heift og hefnd

Hvað er með þursum?
Hvað er með mönnum?
Er munur þar á?

Harðstjóra lát ekki lynda, því hetjan sig aldrei beygir
Pursinn þreyjar við vinda, þrællinn hlýðir og þegir


3. METAMORPHOSES MALEFICARUM

Pögul för
Vegurinn þakinn þyrnum
Prír varðmenn
Blóðþyrstir, blindir

Hljóður læðist hjá
Pagmælskan þrúgandi
Gulls ígildi

Skerandi ljós
Blindar mig
Læstar dyr
Standa mér opnar

Leiðin handan
Liggur djúpt
I frjálsu falli
Eg glatast

Hugdjarft flón
Sleppir hiklaust taki
Ráfandi, villtur
Að útgönguleið

Vitund mín klofnar
Dauðinn fölnar
Sandur stundaglassins
Seitlar úr höfði mér

Auga mitt sokkið
Hálfur í þessum heimi
Líflaus tóft fær séð
Sem mönnum er hulið

Aftaka dyggðar
Réttlæti fullnægt
Flugnasuð,
Vein manna

Myrkur geislabaugur
Krýnir höfuð mitt
Augu þín tendruð,
Dómsdagsbálið

Fjarri harmi
Asýnd þín yljar mér
Leggst upp að barmi
Djúpt í faðmi þér

Blóðug mein
Af heljarskörum hylltur
Ástríðukvein
Trylltur

Og ég herði að kverkum þér
Koss okkar mettaður dreyra
Og þú herðir að kverkum mér
Hvíslar mér hröfnum í eyra!

Átthyrnda sól!
Kallaðu nafn mitt!
Morgunstjarnan hungrar

Níu dagar
Og níu nætur
Blóð kallar
A blóð

Gegn níu hlið, hrjáður
Hef ég gengið dyggur
Sem völvuþráður
I nálarauga liggur

Frá skuggaós
Streymir allur minn styrkur
Pað skærasta ljós
Skapar dýpsta myrkur


4. SKALHOLTSBRENNA

Takið upp kyndla
Og berið eld að
I nótt skal kirkju brenna!
Enginn verður
Obrenndur biskup
Miskunn mun ei finna!

Sem eldur um sinu
Ráðumst við fram
Að ösku kristsvé verður!
Elds tunga
Dóma mun fella
Miskunn mun ei finna!

Brennufár
Geisar um jörð alla
Hreinsunareldurinn
Mun burt svíða
Kristið böl og veikleika!

Svartur reykur rís!

Tökum aftur það sem er okkar!

Takið upp kyndla
Og berið eld að
I nótt skal kirkju brenna!
Enginn verður
Obrenndur biskup
Miskunn mun ei
Hér finnast!

Askan stígur
Upp til himna.
Drottins fé
Kennir á biti úlfa

Salti er stráð
I jörðu þessa
Ekkert mun hér
Rót festa


teksty dodane przez tbc85 - Edytuj teksty