Sólstafir : Demo Promo 1998

Metal Atmosphérique / Islande
(1998 - Self-Produced)
En savoir plus

Les paroles

1. UNDIR jöKLI (VETRARINS DAUðU SUMARBLOM)

Frosin jörðin brakar undir fótum mínum,
mitt kalda stolt brennur í hjarta mínu
og fornir andar reika hér um undir jökli
eins og skuggar fortíðar sem dó, en lifir þó.
Þeir eru bergmál fjallana,
eins og viðkvæm sumarblóm
á kaldri vetrar nóttu
visna þeir, visna þeir og deyja.
Þeir eru vetrarins dauðu sumarblóm,
á leiði þeirra ég frostrósir lagði.
En þögnin boðar dauða minn.
Kom ég hingað til að deyja?
Hér þar sem sólin er köld
og auðnin endalaus,
hér undir jökli
þar sem fornir andar reika,
hér á ég heima
og hér vil ég deyja.


2. Í BLOðI OG ANDA ( ÁSATRU )

Trúin á guðina, fylgjendur siðanna
sannsemi sjálfs síns, hreinskilni og tryggð.
Afrakstur vopnadauða, ei sigur né tap.
Samkoma jafningja í blóði eða anda,
í Ragnarökum berjast, uns enginn mun standa.

Eftir dauða ávalt velkomnir í hátíðarhöld,
ei sól né máni, dagur né kvöld.
Kristur svo kom og tók öll völd.
En ei hafa allir fallist á hans trú,
haldist sjálfum sér sannir, nú fram á 20stu öld.

Þrjóskan við kristni dofnar en helst,
ei sjá þeir blekkinguna sem í henni felst.
Trúin á guðina, varðveiting siðanna
mun koma á ný, með krist farin fyrir bý.


3. UNDIRHEIMALAGIð/THE UNDERWORLD SONG

Ég lít tilbaka, eins og eitthvað hafi dáið, eitthvað hjartnæmt, fallegt, eitthvað náið.

Ef þú vissir, hve sárt það er, minn lifandi draumur var við síðu mér.


4. TORMENTOR

Hellfire is erupting,
the day of torture is near,
sacred blood is flowing,
the Tormentor is here

Chorus:
Tormentor
Tormentor
Tormentor
We praise the Tormentor

Blood is spilling forth from the dead,
weeping mothers are cast into hell
to burn with their children,
in fire forever shall dwell

The days of the beast have begun,
and the heavens have fallen from the grace.
In the fökking pits of bloody Hell
the Tormentor tortures god´s race.

Repeat chorus


5. 2000 ÁR

Kvurslags kjaftæði er þetta
fölsk gleði, vorkunarsemi
Gerfi gleði blekking
2000 ár, þvílík þrjóska.
Þú vælir til þíns guðs
hvar er gleðin, þín helvítis falska gleði ?
Sá lifnaðarháttur er ómögulegur
2000 ár.
Þú telur þig fylgja því,
líf þitt færi fyrir bý.
Sjáðu, fáðu vit.
Hunsun á sannleikanum,
horfðu tilbaka.
Hvernig var það í þeirri tíð ?
Gætirðu það í nútíð ?
Eftir 2000 ár.
Reyndu, reyndu, þú ættir að sjá
að það var þá.

paroles ajoutées par Allecannibal - Modifier ces paroles